Hafragrautur og lýsi

Grunnskólinn í Bolungarvík er að verða besti skólinn á landinu! Skólastjórnin er öldungis æðisleg og hefur nú tekið upp á því að bjóða ókeypis hafragraut alla morgna í skólanum. Þeir nemendur sem nýta sér það, -meðal annars synir mínir, mæta kortér í átta. Svo fara þeir í tíma og þar er boðið upp á lýsi! Allavega angar Birnir af lýsi sem hann segist taka í tíma! Mér finnst þetta aldeilis dásamlegt! Þetta tryggir að nemendur borða staðgóðan morgunmat í góðum félagsskap, komnir á staðinn og ekkert stress. Svo skiptir þetta barnmargar fjölskyldur heilmiklu máli í seríósinnkaupum,- peningalega séð!

Að auki er að koma næringarfræðingur í skólann sem ætlar að laga matseðilinn, þ.e. það sem á honum er. Það er aaaallt of mikið af unnum matvælum, og næringarlitlum mat, s.s kakósúpu, makkarónusúpu, pastasúpu, kjúklingabollum (forelduðum) og svoleiðis drasli. Svona matur telst ekki matur á mínu heimili, heldur "redding" og er helst ekki étin nema þá sem eftirmatur. Þá meina ég súpurnar. Foreldaðar kjúklingabollur og hin ýmsu buff borðum við ALDREI hér. Það eina sem er keypt hér tilbúið eru pylsur sem eru stundum til hátíðabrigða og kótilettur í raspi frá kjarnafæði. Afbragðsmatur, kótiletturnar. Og mjög megrandi.....

En nú verður gerð bragabót á matnum trúi ég og þá sé ég ekki betur en að fólk ætti bókstaflega að flykkjast hingað í Bolungarvík til að láta börnin sín njóta sömu forréttinda og mín börn. Annars er einmitt mærðarvelldur pistill eftir mig á www.vikari.is sem þið megið lesa ef þið hafið lyst.

Annars sakna ég Valrúnar minnar. Skilst á fréttum að það hafa heglt á kaupmannahafnarbúa í vikunni. Ætli hún hafi sloppið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Eini foreld(r)aði maturinn heima hjá mér eru ORA fiskibollur úr dós! Þá flýr húsbóndinn til útlanda.

En hafragrautur og lýsi er málið á morgnana. Meira að segja ofurgeðillar B manneskjur linkast þegar grauturinn er tilbúinn.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Laufey B Waage

Húrra fyrir skólanum ykkar. Vonandi að hollur hádegismatur komi í kjölfar næringafræðingsheimsóknarinnar (vá hvað þetta var langt orð) og að hollustan gangi ofan í börnin. Ég held því miður að bragðlaukar æsku landsins hafi brenglast, sökum draslfæðisneyslu.

Laufey B Waage, 30.8.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært framtak ! ég hef aldrei heyrt svona nokkuð, þetta ætti lejreskólinn að gera, sting upp á því á næsta fundi !

kondu bara líka til dk elsku frænka !!!

AlheimsLjós til þín mín kæra

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 15:28

4 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Ég las foreldruðum mat

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 15:28

5 identicon

Þetta býður reyndar hinn framúrskarandi Vesturbæjarskóli upp á líka. (Smábátur þarf reyndar ekki að notfæra sér þetta þar sem húsmóðurskipið hefur tekið uppá að elda hafragraut í ungana á hverjum morgni!)

Siggalára (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband