Debet og kredit.

Sit og legg lokahönd á skattaskýrsluna. Ég anda alltaf léttar þegar hún er í höfn. Sá að þorri þjóðar er búinn að skila og ákvað að vera nú tímanlega í þessu. Furðulegt þó að ég bað um frest áður en ég byrjaði á skýrslunni!! Og það um leið og skýrslan varð aðgengileg á netinu. Þetta kallast auðvitað frestunarárátta og hjá mér er hún á versta stigi! En ég er að verða búin að sjá að skuldir eru auðvitað langt umfram eignir og áframhaldandi ástand gengur ekki. Því auglýsi ég eftir vinnu fyrir tvo á olíuborpalli í norðursjó eða landvarðarstöðu á Jan Mayen. Eina skilyrðið er að launin séu svimandi há og jú, annað, að börn séu engin fyrirstaða!!

Annars finnst mér ekkert svo leiðinlegt að gera skýrsluna svo lengi sem ég er með öll gögn fyrir framan mig. Og mér finnst æðislegt að ýta á send! Ég er með tebollann minn og er í fríi, börnin hist og her um húsið, og á eftir þegar Baldur fer í ofurhetjuafmæli til Jóa vinar síns, ætla ég í sund og bæta upp fyrir hreyfingarleysi undanfarinna daga. Ég hef verið hálf t****leg undanfarið með hósta og slappleika. Halli vill kenna reykingum undanfarinna tuttugu ára um, en ég bendi honum auðvitað snúðugt á það að sjálfur sé hann alltaf kvefaður og ekki hafi hann við reykingar að sakast. Merkilegt hversu lífsseig Þörfin er, fyrir að réttlæta eigin breyskleika!

Annars átti ég afmæli í gær. Ég held að aldrei fyrr hafi ég verið jafn ómeðvituð um að eiga afmæli! Ég áttaði mig auðvitað ekkert fyrr en langt var liðið á dag og þá var orðið allt of seint að gera nokkuð í því! En það er líka ágætt. Afmælisdagar eru bara dagar...... eins og aðrir dagar. En best er að snúa sér aftur að fylgiskjölum skattsins. Sýni ykkur eina mynd af okkur systrum frá því að við vorum á Akureyri í ferbrúar. Ég held, svei mér þá, að þetta sé eina myndin af okkur saman sem til er! Þarna bauð mamma okkur út að borða á La vita e bella.. eða La bella e vita.... man ekki hvort, og við áttum æðislega stund saman allar þrjár! Mamma tók myndina og þetta var sú eina sem heppnaðist af mööööörgum tilraunum.

YM og YH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lítur út eins og ný út sprungin rós. Til hamingju með daginn í gær Ylfa mín .  Saknaði þess að sjá þig ekki í sundleikfiminni   hummmmm

Gunna Gumma Hassa (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Laufey B Waage

Sætar systurnar. En ekkert líkar, sem sannar auðvitað það sem ég hef alltaf sagt, að þú ert öll í "Hafnarstrætisættina".

Ég er ekki byrjuð á minni skýrslu - og frestur rennur út á miðnætti í kvöld. Vá hvað ég hlakka til að ýta á send. Láttu mig endilega vita ef þú finnur lyf sem virkar við frestunaráráttunni. 

Laufey B Waage, 1.4.2008 kl. 16:12

3 identicon

Til hamingju með afmælið í gær, vinkona og hvað varstu nú gömul ?

guðrún (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:09

4 identicon

Hahahaha erum hér mæðgurnar, ég mamma og Melkorka að hlæja að myndinni. Mamma er eins og pandabjörn og þú eins og ég veit ekki hvað, samt ekki pandabjörn. Þú lýgur því að þetta hafi verið eina alminnilega myndin af ykkur. Jara Sól

Jara Sól (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jara mín... við bara ERUM ekkert skárri en þetta! Enda ekki tekið þátt í neinum fegrurðarsamkeppnum... JÚ!!! Mamma þín reyndar tók þátt í einhverri keppni einhverntíma. Man ekki hvað það hét. Elite eða eitthvað. Held það hafi verið lagt af.

(ps; Ég er meira eins og skordýr á myndinni. Skordýr með ...AUGU!)

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.4.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Til lykke min ven!

Með ammillið. Ég er hér mun nær dauða en lífi úr inflúensunni. Efast án gríns að ég muni hafa það af, líður allavega þannig akkúrat núna!

En, það breytir því ekki að þið eruð sætar systurnar!

Kveðja úr heilsubælinu- þar sem allir liggja í valnum nema húsbóndinn!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 2.4.2008 kl. 01:15

7 Smámynd: Katrín

Til lukku með daginn um daginn ....og svo áfram veginn

Katrín, 2.4.2008 kl. 14:27

8 identicon

Það er auðvelt að útskýra kvefið í Halla.  Hann er bara miklu viðkvæmari en þú og stafar kvefið því af óbeinum reykingum!!!   Eða kannski ofvirkri slímhúð.

Reyklaus já takk (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:06

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Guð hvað mér finnst svona húmoristar skemmtilegir!!!

Hvar ætti hann að verða fyrir óbeinum áhrifum reykinga?? Ekki er reykt heima hjá honum, ekki í vinnunni hans, ekki á hljómsveitaræfingum... ekki einu sinni á skemmti og veitingahúsum lengur!!!

Það gæti auðvitað stafað af heimilisreykingum frá í æsku en sjálf þoldi ég beinar og óbeinar reykingar alla tíð eins og börn þess tíma gerðu svo gjarnan.....

En hvað slímhúðina varðar.. það gæti verið möguleiki.

Takk fyrir kommentið þú nafnlausi og sammála er ég! Reyklaus, já takk!!!!

Húrra fyrir því!

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 19:01

10 Smámynd: Bumba

Til hamingju með afmælið hjartalóa. Bráðfyndin þessi mynd af ykkur systrum. Hefði nú samt þekkt ykkur. Gott að sjá í framönuna á ykkur. En frú Svanhildur ætti nú að vanda sig betur næst. Með beztu keðju.

Bumba, 2.4.2008 kl. 23:34

11 identicon

Subject: 3 year old girl & 9-month-old baby.
Last week a 3 year old girl in South Africa was
beaten and raped. She is still alive. The man
responsible was released on bail yesterday.
He is walking the streets. If you are too busy to
read this then just sign your name and forward this
on.
This is a very important petition. It is an
essential part of the justice system for children.
You may have already heard that there's a myth in
South Africa that having sex with a virgin will
cure AIDS . The younger the virgin, the more potent
the cure. This has led to an epidemic of rapes by
infected males, with the correspondent infection of
innocent kids. Many have died in these cruel rapes.


Recently in Cape Town , a 9-month-old baby was
raped by 6 men .

Please think about that for a moment. The child
abuse situation is now reaching catastrophic
proportions and if we don't do something, then who
will?

Kindly add your name to the bottom of the list and
please pass this on to as many people as you know.

If you are signature no.: 1000- please forward the
mail-list to
childprotectpca@saps.org.za

Please don't be complacent, do something about the
kids of South Africa ...

You can make a difference. That child is fighting
for life. This is just 1 of the million cases of
child abuse, so please pledge your support and help
keep CPU (CHILD PROTECTION UNIT) open. Please give
your support to the petition and ensure that it
goe  to as man  people as possible

Please don't just leave it, make a difference. In
order to write your name copy this message and
paste it in a new mail (compose). Or click on
forward and add your name to the list and send it
on to others.
Again, if you are number 1000 please send this to:
childprotectpca@saps.org.za

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:36

12 identicon

Varúð! Sjá t.d.:

http://www.hoax-slayer.com/child-protection-unit-petition.html

eða

http://joewein.net/hoax/hoax-saps-child-protection-unit.htm 

rödd úr djúpinu (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:17

13 identicon

Ammmælli og ekki látið vita fyrirfram svo hægt sé að mæta!! en til hamingju samt. Alltaf gaman þegar einhver á svoleiðs.

Reykingar,, já mér fannst Halli hálf svona...viðkæmsslímhúðarlegur þegar hann kom hérna á skrifstofuna að tölvurördast. Þú bergð s.s. ábirgðina?

kveðja Halla (reyki sko ekki)

Halla Signý (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:06

14 identicon

Nú langar mig að biðja þig að breyta út af vananum varðandi kommentakerfið (sem ég sé reyndar að þú hefur gert við þessa færslu). Málið er að mér finnst myndirnar þínar hér að neðan svo flottar og langar að vita hvaða myndavél þú ert að nota. Pretty please??

Þorgerður (Majusystir) (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 20:51

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Alveg sjálfsagt Þorgerður mín. Ég er bara með svona litla canon Ixus vél. Ég tók nú eitthvað af gömlu myndunum held ég á gömlu Cyber shot vélina mína sálugu.

Besta kveðja, Ylfa

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.4.2008 kl. 15:25

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku frænka, ég á nokrar myndir af ykkur saman !!! voða sætar báðar tvær.

knús og blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband