Sunnudagur

Letidagur.

Hef að mestu eytt honum með vinkonu minni sem lá í timburmönnum, étið köku og leitað með henni að landbúnaðartengdu starfi í Skandinavíu á veraldarvefnum. Við fundum ekkert en bauðst vinna við nautgripasmölun í Argentínu og sem sjálfboðaliði í Mósambik og var það starf fólgið í því að kenna bændum að reka burtu fílahjarðir með piparávöxtum! Hún var ekki alveg búnað ákveða sig þegar ég fór að sinna vinnu.

Halli og litlu drengirnir tveir eru að keyra heim frá Akranesi í kvöld. Skruppu yfir helgina suður og eru búnir að vera í bíói, ævintýralandi Smáralindar og sundi ásamt einni fermingu. Er að spá í að éta síðbúinn kvöldmat einhverntíma þegar ég nenni og slafra þá í mig leifum saltfiskréttarins sem ég eldaði í gærkvöld handa Söru frænku sem kom í heimsókn. En fyrst og fremst ætla ég snemma að sofa.

Kannski samt ég byrji á að ryksuga. Það er greni úti um öll gólf. Gæti trúað það væri síðan á jólum.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir myndavélaupplýsingarnar. Þessar gömlu góðu standa fyi sínu og Canon klikkar ekki, hvort sem þær eru stórar eða smáar :)

Þorgerður (Majusystir) (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:36

2 identicon

Þetta átti að sjálfsögðu að vera "fyrir" en ekki "fyi"! Lyklaborðið orðið frekar slappt :)

Þorgerður (Majusystir) (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband