Bræður barmafyllum hverja krús, látum mjöðinn fylla hverja krús!

 

Eftir heimsókn í Arnardalinn hvar sveitadrengurinn Fróði Önnusiggu og Ulfsson fagnaði fyrsta árs afmæli sínu, er ég full þjóðarrembu. I hvert skipti sem ég kem út fyrir bæjarmörk verð ég svo yfirkomin af hamingju yfir því að búa á þessu fagra landi. Ekki svo að skilja að mér þyki verra að vera innan um fólk, hreint ekki. Enda athyglissjúk með eindæmum, eins og pistlahöfundurinn Baldur Smári bendir á í sínum skemmtilega pistli á BB. Nei, það er þessi dásamlega stemning sem ég finn bara í íslenskri náttúru. Og það verður að segjast að náttúrufegurðin er mikil í Arnardalnum. Fyrir utan nú fólkið sem þar býr. Og svo ekki sé nú talað um terturnar sem húsfreyjan bakar!!! Svona líður mér líka alltaf þegar ég kem í Höfða í Dýrafirði. Þá langar mig alltaf að flytja í sveitina. Hafa hænurnar og kindurnar innan seilingar. Kartöflugarð og bæjarlæk. Bualandi beljur í fjósi og geltandi hunda í hlaði.

En ég er víst ekki bóndi.

Eg hef í höfði mínu fastar nokkrar línur úr fallegu lagi úr skemmtilegu leikriti. Öðru leikriti þó en því sem Baldur Smári fór að sjá. En jafn tilkomumiklu.

 

Sé ég griðung hátt á hól, reisa horn mót árdagssól

út´í haga svefninn leysir lítil mús.

Hvítur fugl á fólgið egg, undir frelsisgrænum hegg

bræður barmafyllum hverja krús.

Látum mjöðinn fylla hverja krús.

 

Þessar línur eru eins og flestir leikhúselskandi menn vita, úr leikritinu "þið munið hann Jörund." Og þær samdi Jónas bróðir Jóns Múla. Engan sá ég griðunginn í sveitinni í dag, held það hafi bara verið stemningin hjá þessu góða fólki í þessari fallegu íslensku sveit sem límdi vísubrotið svona fast í vitundina.

Annars heyrði ég aldeilis frábæra röksemdarfærslu á föstudaginn í síðdegisútvarpi rásar tvö. Þar var kona nokkur, -og reyndar maður líka, spurð hvort að ákveðinn gjörningur hefði ekki valdið ákveðnum styr og ósætti í bæjarfélaginu þeirra. Konan átti þessa gullnu setningu sem hefur verið notuð af undirritaðri alla helgina við hinum og þessum spurningum: ég vil bara segja það að fólk hefur mjög misjafnan aðgang að fjölmiðlum!

Það er sumsé hægt að útskýra tilfinningar fólks með því að benda á, að það hafi misgóðan aðgang að fjölmiðlum Grin

Og næst þegar ég haga mér á þann hátt að einhverjum mislíkar, mun ég án umhugsunar slengja þessu gullkorni fram. Ef ekki öðrum, -þá að minnsta kosti mér sjálfri til mikillar skemmtunar......

Setningu dagsins á þó vinur minn einn sem heyrði menn nokkra bölsótast yfir því hversu mikið skítkast, óhróður og fúkyrðatal væri að finna á bloggsíðum fólks þessa dagana vegna sviptinga í bolvískri bæjarpólitík, (ég vil taka fram að þó ég leiti og leiti hef ég sjálf ekkert fundið af slíku og les ég nú töluvert af bloggi fólks) og þessi ágæti maður, vinur minn, svaraði því til að það væri nú af tvennu, öllu skárra að segja skoðanir sínar á blogginu þar sem fólk gæti þó allavega varið sig í athugasemdum og hægt væri að rekja það sem sagt væri til viðkomandi. Það sem öllu meira mannskemmandi væri, hryti af vörum manna sem þættust nokkuð öruggir um að geta talað án allrar ábyrgðar um menn og málefni, haldandi að það bærist ekki í "röng" eyru.

Og ég er sammála honum. Það sem rætt er á bak við gardínurnar og berst svo með vindinum og hvísli manna á milli í kaffikrókum og eldhúsborum er ávallt erfiðara að hrekja. Og gegn slíku tali er erfitt að standa. Vegna þess að þú veist aldrei hver "óvinurinn" er.

Meira frá Rússlandi. Hér er klósettið sem við höfðum til afnota ásamt einhverjum tugum annarra. Dásamlegt ævintýri!

Klósettið í Gatsjína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

já ég hef einmitt líka verið að leita og leita að þessu skítkasti öllu sem talað er um en ég finn bara ekki?? Sumir tala um umræðu á sandkassastigi jafnvel. Ég get ekki betur séð en að þeir sem hafa tjáð sína skoðun á þessu máli hafi gert það á málefnalegan hátt. Allavega það sem ég hef lesið.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 4.5.2008 kl. 20:30

2 identicon

þÚ ert snillingur til orð og æðis. voru ekki afsprengi mín þarna í dag full af fjöriHaltu svo áfram að vera svona málefnaleg,því það hefur skort hjá sumu fólki mér hefur fundist alltaf vera einhver ógn í orðum þeirra ,wc úbbs hvað við erum heppin að búa á Íslandi.kv Jóhanna

jóhanna (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá prik dagsins.
Nánar hér.
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 09:57

4 identicon

Gaman að þessum rússmyndum. Einhvernvegin finnst mér eitthvað vanta samt á þessa mynd. Og svo mundi ég það:

Aðalheiði píanógyðju standandi á skálarbörmunum með leathermangræjuna hans Jóns Arnar að reyna að gera við sírennslið í klósettkassanum.

Góð ferð! Næst vil ég fá Colgatemynd af Vova!

Toggi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er alveg ferlegt Toggi en ég á enga mynd af Vova. Né heldur biðlinum árásargjarna sem ég fékk þarna vodkakvöldið góða!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.5.2008 kl. 13:34

6 identicon

Minnir mig á klósett á járnbrautastöðinni í Viborg á leið minni til Pétursborgar (þá Leningrad), er nokkur furða að maður hafi lært að „pissa standandi“

Stína (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:21

7 identicon

Á sjálfur skemmtilega mynd af klósettaðstöðu í síðari rússlandsferð Hugleiks. Svona Gatígólfinu-kamar sem bar þess nokkur merki að húsnæðið gegndi því aðalhlutverki að vera skóli og heimavist fyrir blind börn.

Toggi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband