Forsætisráðherra hvetur til aðhalds

"Geir H Haarde, forsætisráðherra, segir að fólk eigi að minnka við sig, ekki taka lán nema brýna nauðsyn beri til og spara við sig bensín ef það getur. "

Tekið af www.skutull.is

Já. Það er nú eiginlega þannig farið að maður getur lítið annað gert en að minnka við sig eins og staðan er nú. Eg og mín fjölskylda neyddumst til að mynda til að afpanta utanlandsferðina sem við ætluðum í núna í júní til að halda upp á fermingu drengsins. Drengurinn fer með pabba sínum og fjölskyldu svo að það er ekki verið að taka neitt frá honum þannig séð og þvi er þetta bara í góðu lagi. Mér þykja sjálfri utanlandsferðir vera algjör rjómabónus og ekkert möst að komast í slíka nema vel ári hjá manni fjárhagslega.

Önnur sparnaðarleið er að setja niður kartöflur, rækta grænmeti og nota arfann úr garðinum í salat í stað þess að eitra fyrir honum Smile

En þegar ég las þetta þá datt mér í hug vitneskja sem ég fékk ekki fyrir svo löngu síðan. Eg er nú svo græn eins og kommentarinn G hefur bent mér á og þykir mér í góðu lagi að opinbera fávísi mína svo lengi sem ég græði á því ofurlitla visku. Þess vegna spyr ég spurninga frekar en að þegja eða þykjast vita (svo að ég úthrópi mig nú ekki sem fáráðling,) og fara svo heim og gúggla viðfangsefnið. En ég sem sagt komst að því nýverið að ráðherrar hafa einkabílstjóra!!! Já, það er von að ykkur undri! Hvernig getur maður náð þrjátu og fjögurra ára aldri án þess að hafa innbyrt þann fróðleik???

Eg skal svara því. Það hvarflaði hreinlega ekki að mér að ráðherrum væri ekki treystandi til að aka bíl! Fyrir utan, að mér, sveitakonunni hefði þótt tilhugsunin blátt áfram hlægileg! Af hverju eru ráðherrar þessa litla lands með einkabílstjóra???? Og ráðherrabíla? Hafa þeir ekki efni á bíl? Er þetta ekki bara eitthvað djók? Hvað skyldi þetta kosta ríkið á ársbasis? Má ég benda hæstvirtum ráðherra, Geir H Haarde, að þarna sé komin afbragsð sparnaðarleið fyrir ríkið? Það megi líklega auðveldlega nota þá þúsundkalla sem þarna gætu sparast til að nota hinum almenna borgara til góða í þessari margumræddu niðursveiflu.

Nema einhver geti bent mér á þá ýtrustu nauðsyn sem útheimti slíkt bruðl!

Meira frá ævintýrinu í Rússlandi. Hér kemur herbergið okkar. Það sést ekki hér á myndinni en gluggarnir voru brotnir og í stað sængur í rúmunum voru ullarteppi :)

Bara snilld!

herbergið góða Ps) þetta er dæmi um almennilegt aðhald :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já ég er alveg sammála elsku frænkan mín ! ég undrast yfir svona hlutum eins og einkabílstjórum hjá þeim sem fyrir hafa góð efni, á meðan fjöldi manns á ekki til hnífs og utanlandsferða í staðin fyrir fermingarveislu. foj

knus frænka mín 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 14:07

2 identicon

Þegar vörubílstjórarnir lokuðu ráðherrabílana inni við listasafnið á Tryggvagötu voru viðskiptaráðherra og forsætisráðherra báðir á sínum ráðherrabílum, sem var ólöglega lagt og að bílstjórarnir þeirra væru í bílunum. - Ráðuneyti þessara ráðherra eru annarsvegar í Lækjargötu og hinsvegar á Sölvhólsgötu. Það hefur líklega tekið þá samanlagt 10 mínútur að ganga á fundarstað - og til baka.

Leiðinlegt hvernig fór með utanlandsferðina samt. 

-Elín Björk.  

Elín Björk (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:09

3 identicon

Ég er mjög fegin, ekki síst fermingardrengsins vegna, að við vorum búin að borga ferðina okkar áður en pólitíkusarnir föttuðu að það væri alveg, alveg að koma kreppa! Evran er nú ekkert á útsölu, svo það verður kannski ræktaður arfi á la Ylfa á hótelsvölunum. Það verður í það minnsta hægt að njóta þess sem er ókeypis, eins og sól, sjór og suðrænt andrúmsloft. Syrgi samt ennþá tilhugsunina um trúnó á sundlaugarbakkanum, mín kæra...

Berglind útlandafari (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

já þetta er stórskrítið allt samant .... ferðast með einkaþotum og eru með bílstjóra - ætli ráðherrar séu ekki með bílpróf? En leitt að heyra með utanlandsferðina ... en vonandi kemur betri tíð án kreppa og aðhalds í fjármálum, og þá kemst almúginn til útlanda - þó ekki með einkaþotu

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 5.5.2008 kl. 22:13

5 identicon

Sæl Ylfa

Ég segi nú bara til hvers að búa í besta landi í heimi ef maður er aldrei þar .

Ertu ekki að djóka með aldurinn ég hélt að þú værir yngri en ég .

Afhverju ertu hissa á því að ráðherrar hafi bílstjóra ekki vildi ég sitja í bíl sem þeir keyðu sjálfir og ljái mér hver sem vill .

kv Magnús Már Jakobsson

Magnús Már Jakobsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:29

6 identicon

sæl mín kæra

leiðinlegt með utanlandsferðina því eru þrælfínar yfirleitt! annars langaði mig bara að láta þig vita að mig dreymdi að við værum í kringlunni að leita að gallabuxum handa þér þær voru bara ekki til í nógu litlu númeri er ég svona berdreymin og kreppan farin að hafa þau áhrif að þú ert farin að grennast svona svakalega??? 

Bjarnveig (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:38

7 identicon

Sæl Ylfa

Var á ferðinni á Ísafirði og Suðureyri um síðustu helgi og rétt náði að kasta mjög stuttaralegri kveðju á Halla þegar ég rakst á hann fyrir utan íþróttahúsið á Ísafirði. Ég var sem sagt að blaka og vestfirska helgin fór afar vel í mig. Kíki á þig næst.

Hrafnhildur_habbý

hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:23

8 identicon

Hey ég er með frábæra fjáröflunarhugmynd fyrir þig sem mig dreymdi núna um daginn. Þar varst þú í aðalhlutverki sem stíllisti fyrir pólverja!

Kveðja Anna Helga

Anna Helga (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:22

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sæl Ylfa! Þú manst kannski ekki eftir mér en það er allt í lagi. Og jú það er rétt,þeim er ekki treystandi fyrir bíl og ekki heldur fyrir reiðhjóli eða strætómiða. Greyin. H.Bowie.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 04:06

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Halli Bowie! Auðvitað man ég eftir þér! Hvaða stúlka gæti gleymt slíku glæsimenni! :) Er sko búnað skella þér á listann yfir bloggvini.

Anna Helga! Pólverjar þurfa ekki stílista! Þeir hafa sinn frábæra stíl sjálfir!!! Það væri nær að ég fengi pólverja til að stílisera mig ;) Gaman að þig skuli dreyma mig á næturnar elskan. Vildi samt frekar að þig dreymdi fallega karlmenn:)

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.5.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband