Meira frá Rússlandi

Sturturnar

 

Eg er alveg dottin ofaní Rússlandferðina góðu. I nótt dreymdi mig meira að segja að ég væri í Rússlandi og þyrfti að liggja við hliðina á einhverjum stríðsglæpamanni sem verið var að taka af lífi! Hann var drepinn með rafmagni og ég lá þarna til þess að honum liði ekki jafn illa. Einkennilegur draumur! Skrítið að ég hafi ekki fengið rafstuð. ...

En fyrir þá sem ekki vita, þá fórum við til Rússlands árið 2002 með leikhópnum Hugleik á leiklistarhátíð í Gatsjína. Gatsjína er smábær á þeirra mælikvarða, íbúafjöldinn svipaður og í RVK og er staðsett 45 km suður af St. Pétursborg. Þetta var ótrúleg ævintýraferð og aðstaðan var sko ekki eins og við, fordekraðir íslendingar eigum að venjast! En það skipti ekki nokkru máli. Það var svo dásamlegt að prófa eitthvað nýtt!

Hér að ofan er sturtuaðstaðan okkar. Þarna fóru bæði kynin í sturtu saman enda oftar en ekki naumur tími skammtaður til að baða sig. Þá þýddi nú lítið að vera með eitthvað pjatt og vilja fá að þvo sér í friði. Man eftir einu dásamlegu atriði. A sömu hátíð og við var þýskur danshópur. Þau gistu á sama stað og við og eitt sinn vorum við Tóta í sturtu ásamt einhverjum stúlkum úr þessum danshópi. Allt í einu koma nokkrir strákarnir úr þýska hópnum inn í sturturnar og ein stúlkan snýr sér að okkur og segir: þetta er allt í lagi. Þeir eru þýskir, ekki rússneskir! -Við höfðum auðvitað ekki gert okkur grein fyrir því að þar lægi höfuðmunur! Stuttu síðar kemur Toggi askvaðandi og ætlar í sturtu. Við spurðum hann auðvitað strax hvers þjóðernis hann væri þar sem rússneskir karlmenn væru ekki jafn velkomnir og þýskir. Hvort ertu rússi eða þjóðverji? Kölluðum við. "Hvorugt," svaraði Toggi að bragði, tók niður ofursterku gleraugun sín og bætti við: "ég er blindur!"

Hér erum við Tóta, reyndar fullklæddar sem aðilar opinberir úr Vampíruvernarher ríkisins.

Vampýruvernarher rískisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega lítur hún út fyrir að vera harðsvíruð þessi sem stendur þér að baki. Er hún með kuta í hægri hönd, um það bil að leggja til þín? Hún hlýtur að vera í Síberíu núna. Nema hún sé orðin einn af æðstu ráðgjöfum Putta.

Tóta (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:33

2 identicon

Hér má lesa ferðasöguna í löngu máli og engum myndum:

http://www.hugleikur.is/index.php?page=ferdasaga.php&id=6

Toggi (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Rosalega var það gott að strákarnir voru þýskir, ég fatta alveg sko! Flott aðstaða í þessu spabaði. Svo ertu alveg össss! í þessu úníformi.

Meira af þessu Ylfa mín.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 17:48

4 identicon

Gaman að þessum sögum þínum frá Rússalandi.

Mættum við fá meieiiira að hey eeeyyyyyy heyra ..

Frau Deutschlandischen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hugurinn sveimar hjá þér elskan, þegar það gerist hjá mér er þegar mér leiðist !

knús elsku frænka, þú ert velkomin þegar hitinn fer niður í 20 g.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 05:48

6 identicon

Einu má bæta við varðandi þýska hópinn. Hann reyndist öllu viðkvæmari en Íslendingarnir og þoldu ekki við í gluggalitlu og óupphituðu hreysinu. Fluttu inn á hótel í Pétusborg eftir 1 eða 2 nætur og létu skutla sér til og frá Gatchina.

En rússneski veturinn er jú alræmdur fyrir tak sitt á Þjóðverjum.

Toggi (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband