Jörðin klæðist hvítu.

Sennilega brúðkaup í vændum. Allavega skartar hún hvítu í dag. Einu sinni skrifaði ég leikrit, óséð meistarastykki, sem heitir "Jörðin klæðist hvítu á vetrum." I dag á það nafn ekki við enda komið sumar.

Hinn íslenski þursaflokkur spilaði í Edinborgarhúsinu í gærkvöldi. Eg er ennþá í einhverskonar upplifunar-ástandi. Þvílík snilld. Þvílíkir dásemdar snillingar! Þetta var eins og tveggja tíma langur orgasmi. -Með hálftíma hléi reyndar, en það kom ekki að sök. Maður þolir nú ekki alveg endalaust áreiti á hin helgustu skynfæri! Eg hef aldrei, og ég endurtek, aldrei, farið á jafn vandaða og góða tónleika og þessa. Eg veit ég hef oft sagt þetta áður en kosturinn við að vera gullfiskur í aðra ættina er sá að maður er alltaf að upplifa dásamlega hluti aftur og aftur. En Þursaflokkurinn er auðvitað hljómsveit sem er júnikk. Maður ætti að komast reglulega á konsert með þeim. Auðvitað var R. faðir minn Vilbergsson manna fegurstur á sviði, blásandi í sitt trérör eða lemjandi húðirnar hann Halla við hlið trommuleikarasénísins Asgeirs. Asgeir var með heljarmikið sett og allskonar slagverk og við hlið þessa stóra virkis umhverfis hann, kúrði litla premierkrúttið hans Halla. Auðvitað eiga öll bönd að hafa minnst tvö trommusett á sviði! Það er sérlega kúl.

Eftir tónleikana drösluðum við svo settinu upp í bíl í skafrenningi og ógeði, fengum okkur drykk á barnum og ókum svo heim í þæfingsfæri þennan maídag! Þetta er nú alveg makalaust. Þegar maður heldur að nú sé sko vorið komið, ryðst út í garð og rífur ofanaf beðum, setur upp sólstóla og trampólín, þá gerir norðan áhlaup! Rugl. En svona er Island. Full of surprises.

Letidagur í dag. Sofið frameftir hádegi, sund á dagsskránni og síðan svínahnakkar og sjónvarpsgláp til hálftólf. Þá er það næturvaktin. Það verður ágætt. Mér finnst gaman í vinnunni minni. Gleðilega hvítasunnuhelgi kæru lesendur.

Tekið í hittifyrravor.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OHHH til hamingju með þessa geðveiku fullnægingu, örugglega alveg jafngott að fá eina SVOOONA Laaanga ,eins og margar margar stuttar í röð...... umm þ.e.a.s. ef maður skyldi vera svo heppinn að lenda á góðri útvarpsrás eða geggjuðum disk......... you know what I mean...

Hér er ekkert hvítt, nema blómin á trjánum sem allsstaðar spretta út. Höfum verið að sigla á rauðu tuðrunni klædd kvartbuxum, sandölum og ermalausum bol.......siglt upp í gular / hvítar fjörurnar og nestið snætt í sólinni. Sakna ekki víkurinnar þessa dagana. Hvorki veðurfarslega né annað

Loveja, Valrún og co

valrun (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 18:53

2 identicon

Hugmyndir mínar um að flytja einhvern tímann aftur vestur á firði missa dálítið glansinn þegar maður fær áminningu um muninn á sunnlenska sumrinu og hinu vestfirska. Sem liggur alltsvo í lengdinni. Hér eru tré orðin á bilinu 20-70% græn, græðlingar farnir að skjóta upp kollinum í nýja matjurtagarðinum mínum, og í dag var annar í Skaftalaug.

En það verður ekki af vestfirska sumrinu skafið að björtu sumarnæturnar eru öllu bjartari en hér. Njótið tilhugsunarinnar um sólina sem rétt sleikir hafflötinn áður en hún rís aftur inn í nýjan dag. Snjór er nú einu sinni bara vatn í dulargervi :-)

Berglind (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Heyrðu Valla, hvað áttu við? Saknarðu mín ekki einu sinni? Mér fannst þetta frekar illa sagt!! Vertu bara ekkert að monta þig af tuðrusiglingunum þínum, ermalausum bolum eða hvítum ströndum. Ef þú hefur mig ekki innan seilingar þá er þetta alltsaman verðlaust, og ég veit það!!!

Berglind, snjór er bara vatn það er satt. Ekki einu sinni í dulargerfi, bara í brúðarkjólnum :) Nú er sumarið komið, þetta var síðasti hvellurinn. Hann var meira að segja fyrr á ferðinni en oft áður! :) Og eins og þú segir, sumarnæturnar björtu borga fyrir allt annað. Það er þegar orðið bjart megnið af sólarhringnum og morguninn er bleikur frá klukkan þrjú-fjögur. Það er dásemD!

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.5.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Oooooohhhhhh! Tónleikar með Þursaflokkinum. Maður er náttúrulega ekki neitt abbó eða þannig Annars fékk ég gefins alla diskana með Þursaflokkinum um daginn og spila þá á fullu þegar konan heyrir ekki og er ekki heima. 

Annars hef ég góða tilfinningu fyrir þessum brúðarfötum. Hvað er ef veturinn er að giftast vorinu svo að sumarið geti komið undir?

Vonandi fáiði gott sumar, þið eigið það eiginlega skilið. Greyin.

Gunni palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 11:55

5 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Gleðilega helgi, mín kæra!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 11.5.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Jörðin klæðist hvítu...frumsýnt í setustofunni á syðri vistinni á Húsabakka.......þetta var rosalega flott og snart mann....þú eret snillingur með pennann...skrifa meira skrifa meira......

Júlíus Garðar Júlíusson, 15.5.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband