Prófundirbúningur

Ég á að fara í próf í Líffæra og lífeðlisfræði á mánudaginn þannig að Halli skutlaði mér yfir á Flateyri eftir hádegið og hér sit ég í eldhúsinu hjá Guðmundu skólasystur minni og við erum í smá pásu frá náminu. Við erum búnar að borða hálft kíló af nammi...ðööööööhhh.... og drekka töluvert af kaffi með. Við sjáum fram á að fá á bilinu 0 til 6 í einkunn...

Í morgun fórum við snemma á fætur, Birnir og ég. Hann fór á boltaæfingu og ég skellti mér í jóga. Það er laaaang síðan ég stundaði jógað hjá Elínbet og ég fann það svo sannarlega á skrokknum!! Lærin á mér nötra enn af álaginu! Það er svo ótrúlega margt í boði núna í Víkinni fyrir þá sem vilja hreyfa sig. Jóga, hörkupúl í ræktinni, Areroboxing, danshópar í Einarshúsi, sundleikfimin sem mér finnst svo æðisleg, stafagönguhópar...... möguleikarnir eru endalausir og það er vel sótt í þetta allt! Enda veitir ekki af. Vetur konungur er farinn að undirbúa komu sína með nöktum greinum trjánna, rauðum, gulum og appelsínulituðum fjallshlíðum, hvítum tindum og haustlægðum. Tími ullarteppanna, flóaðrar mjólkur með kamillu og hungangi er runninn upp og þá er svo nauðsynlegt að hreyfa skrokkinn sinn til að breytast nú ekki í þunglynda sófakartöflu í vetur.

Ég er á tólf-spora námskeiðinu í Holti, búin að fara í tvö skipti og sökkva mér ofan í námsefnið. Mér finnst eins og þetta sé eitt af því besta sem ég hef gert á ævi minni. Þetta verður verkefni, erfitt verkefni enda sál mín tætt og lemstruð líkt og hjá öllum öðrum. Nú er ég að æfa mig í umburðarlyndinu. Að taka það ekki sem persónulega árás þó aðrir séu á allt annarri skoðun en ég sjálf. Það er allt í lagi. Og mig langar til að verða fær um að umgangast allskonar fólk án þess að nokkur fari í taugarnar á mér. Án þess að dömpa minni eigin vanlíðan og óöryggi yfir á aðra. Að hætta að gagnrýna hegðun annarra til að breiða yfir mína eigin galla.  Þetta er verkefnið mitt akkúrat núna. Og ég gleymi því oft en man það samt stundum. :)

Nú er Guðmunda farin að gera athugasemd við hversu lengi ég hef verið í pásu.... best að fara að huga að marglaga flöguþekjum og ísótónísku-jafnseltnu....einhverju.

God bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djö... líst mér vel á þig! Bara að rækta vitsmunina, andann og líkamann! Ég er sannfærð um að þú kemur glæsilega út úr þessu öllu saman, hvort sem það eru próf, teygjur eða allsherjar bylting í lífsviðhorfum. Þetta verður ekki auðvelt, en einfalt er það. Góða skemmtun!

Berglind (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Aprílrós

Líst vel á þig Ylfa ;) er sjálf í 12 spora námskeiði og er að leggja í hringinn i annað sinn. ;) Gangi þér vel í prófinu á mánudaginn, þú rúllar upp námsefninu ;) Hafðu góða helgi. ;)

Aprílrós, 27.9.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Það er nauðsynlegt að halda heilanum í æfingu... Lollið er bara písofkake, svona ef maður lærir allt........ Kíktu í kaffi einhvern tíman á Urðarveginn.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 27.9.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel elsku frænka, bæði í prófinu og sporunum ! það er gott að vinna með sig, lífið léttist og við líka, hehehe

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 15:35

5 identicon

það er ekki spurning að við fáum 10 annars heingjum við okkur bara er það ekki

Guðmunda (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Gló Magnaða

Veit ekki...  en ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að 12 spora dæmið sé heilaþvottur

Gló Magnaða, 29.9.2008 kl. 09:05

7 identicon

Vá hvað mér líst vel á þig...þetta var nú eins og talað út úr mínu hjarta..."Að taka það ekki sem persónulega árás þó aðrir séu á allt annarri skoðun en ég sjálf. Það er allt í lagi. Og mig langar til að verða fær um að umgangast allskonar fólk án þess að nokkur fari í taugarnar á mér. Án þess að dömpa minni eigin vanlíðan og óöryggi yfir á aðra. Að hætta að gagnrýna hegðun annarra til að breiða yfir mína eigin galla" þarf að finna svona 12 spora námskeið hér á höfuðborgarsvæðinu !!!

Harpa Hall (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:25

8 identicon

Þetta þykir mér svakalega gott framboð af spriklum! Er í vandræðum með að finna mér einu sinni sæmilegan tækjasal hérna í Vesturborg Óttans.

Og mér finnst tólfsporadæmið hljóma vel. Er líka ferlega mikið að reyna að fara ekki á límingunum yfir smámunum og vera ekki að pirrast. Gaman væri ef maður gæti nú bara horft glöðum augum út um allt í stað þess að vera alltaf eitthvað að agnúast.

Ég held það hljóti nú að vera hægt að finna tólfsporavinnu einhversstaðar hérna... en spurning hvort það er ekki alltsaman alkatengt.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband