Þorrablót bolvískra menningarkvinna.

Hið bolvíska hannyrða og menningarkvenfjelag mun halda sitt árlega þorrablót annað kveld.

Afar strangar reglur gilda um blót þetta sem og alla fundi HBHM-fjelagsins.

Í tilefni þessa er rétt að rifja upp reglur fjelagsins.

Kvinnur verða að hafa menningarlegan uppeldislegan bakgrunn, ýmist í formi náms, þekkingar eða þjóðfélagsstatus.

Kvinnum er forboðið að ræða ómerkilega hluti s.s. ástarlíf sitt og annarra, nágrannaslúður og tilhæfulausar kjaftasögur. Eru þungar fjársektir viðurlagðar við glæpum sem þessum og rennur ágóði þeirra í sjóð fjelagsins.

Umræður skulu uppbyggilegar, þjóðfélagsmál, bókmenntir, listir og góðgerðarmál eru tilvalin umræðuefni sem er ágætt að brydda uppá og ræða í hörgul.

Þjeringar (þéringar) eru hafðar í hávegum á fundum kvinnanna og frávik kosta fjárútlát í formi sekta.

Blátt bann er lagt við því að karlmönnum sé til blóts boðið og annarra funda, sem og nokkrum öðrum en fjelagskvinnum.

Nýir meðlimir eru vandlega handvaldir af fjelagskvinnum og er réttur áskilinn til fullkomlega Kremlískra vinnubragða.

Kvinnur mæta til blóts með sitt eigið trog.

Kvinnur skulu viðhalda þeim góða og gegna sið að hafa hannyrðir handa í millum við hvern fund.

Eru þá reglur upptaldar.

Undir ritar; háæruverðug Frú Ylfa Mist H. Ringsted.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Go HBHM!!!!!!!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 6.2.2009 kl. 23:01

2 identicon

"Kvinnur verða að hafa menningarlegan uppeldislegan bakgrunn, ýmist í formi náms, þekkingar eða þjóðfélagsstatus."enn og aftur fell ég á prófinu ! ææ

Góða skemmtun kæra frú Ringsteð ! 

Guðrún (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:58

3 identicon

Ég verð að segja að HBHM er ein besta ástæðan sem ég hef hingað til séð fyrir því að búa í Bolungavík. Á móti kemur þó að þar eru ekki haldnir fundir í Kvenfélaginu Ung og Aðlaðandi. Er einmitt á leið til fundar við téð kvenfélag. Góða skemmtun yðar háæruverðugheit, Frú Ylfa Mist.

Berglind (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:28

4 identicon

Þetta er  ekki eins og frímúrarareglan alveg ljóst hvað á að gera á hverjum fundi en fjelagar reglunnar eru leynilegir en eitt er víst, öllum er sama þótt fjelagarnir séu giftir eða ekki :)

Auður (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:35

5 identicon

Ha,hum,ba, hva....ða menningar??? hvað     og hvurslags handavinnu hefur yðar háæruverðug milli handanna þessa daganna?

Alla (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Prjónahúfur mín kæra!

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.2.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband