Þriðjudagur

Það er ekki einleikið hvað heilsan á heimilinu er bágborin. Aumingja Halli er búnað vera hundveikur, Baldur fékk einhvern viðbjóð, kossageit að nafni, og auk þess að fá sífelldar aðkenningar að andlátum hefur frúin sjálf verið með hálsbólgu, eyrnaverk og kvef. Í tvígang! Björgúlfsbarnið fékk hálsbólguna sem og Birnir, sem er með eitla á stærð við hænuegg bæði inna og utan á hálsinum. Hefur sá drengur verið svo dragfúll í andardrætti að við foreldrarnir höfum báðir gert okkar besta til að forðast nánar samræður við hann!

Þessi árstími er ekki alveg uppáhalds hvað þetta varðar, en í uppáhaldi hvað annað varðar. Ég elska litina þegar sólin er farin að gægjast upp fyrir fjallsbrúnirnar og veðrið hefur verið svo fallegt og yndislegt undanfarið. Það er farið að vera bjart lengur og lengur hvern dag, og mér finnst þessi umskipti alltaf gerast svo hratt!

Annars er bara ágætt að lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo sammála þér! Það er alveg merkilegt hvað birtir hratt á þessum tíma árs. Mér finnst alls ekki jafn áberandi hvað dimmir hratt í nóvember. Njóttu birtunnar og fegurðarinnar, mín kæra! Það er gott að lifa!

Berglind (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Aprílrós

Njótum hvers augnabliks ;)

Aprílrós, 10.2.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband