Stutt blogg. Stopp. er að fara að vinna, stopp.

Dr. Tóta, vinkona mín segir að ég búi yfir þeim hæfileika að geta ofið mína fátæklegu tilveru ævintýraljóma í orðagjálfri og málalengingum. Já, jafnvel að ég geti búið svo um hnútana að hversdagslegt líf mitt virðist spennandi og viðburðarríkt þegar ég komi því á prent...

En nú ætla ég að nota aðra aðferð. Vegna þess að ég á að vera mætt í vinnu eftir þrjú kortér. Og hefst nú lesturinn.

Einn hvolpur eftir í húsinu. Hinn er dauður.

Tónleikar eftir viku. Ég er heyrnarlaus, finn ekki lykt né bragð og sé ekki frammá að verða orðin sönghæf. Djö.. býttar engu. Kvef er bara kvef.

Það kviknaði í bílnum. Hann er ónýtur. Nú á ég tvo ónýta bíla.

Baldur Hrafn fór með nærbuxur á höfðinu í leikskólann í morgun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég er nú ekki viss um að svona hraðblogg sé til bóta....þetta er allt hálfkveðnar vísur..

Þú verður að blogga aftur og skýra út hvað var málið með brækurnar á hausnum og hver átti þær?

Hvað er málið með bílana tvo ?

Og hvað kom upp á með hvolpinn ?

Ragnheiður , 2.10.2009 kl. 15:04

2 identicon

Þetta er nú samt meira spennandi og viðburðarríkara en hjá okkur flestum.....alveg sama hvernig þú skrifar það bestasta mín...

valrún (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:15

3 identicon

Svona skeytastíll hefur heilmikið skemmtanagildi. Get samt ekki beðið eftir lengri versjóninni! Aðallega kalla ég eftir því hvað kom fyrir hvolpinn og hvor þeirra það var!

Berglind (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:11

4 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 3.10.2009 kl. 08:19

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ylfa mín, núna hefur þú sýnt okkur að þú hefur líka hæfileika til að sveipa líf þitt dulúð með hálfkveðnum vísum í telexstíl.  Hið ósagða er oft svo spennandi og gefur okkur tilefni til þess að geta sjálf í eyðurnar.  Ég hef sjálf þegar getið í eyðurnar með mínu ímyndunarafli og get lofað þér því að  sú útgáfa af þessum viðburðum í þínu lífi er afar krassandi.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 3.10.2009 kl. 10:53

6 identicon

Þessi skeytastíll á betur við á fésinu. Sem bloggari klæðir orðagjálfrið þig betur. Vonandi snýrðu aftur á þá braut. Þú ert nú einu sinni snilldarbloggari.

Sólrún Geirsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 23:04

7 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta er í "rapport" stílnum

Sigrún Óskars, 4.10.2009 kl. 11:52

8 identicon

Bara svo að það fari ekkert á milli mála: Ég hef vissulega talað um ævintýraljóma og skemmtilegheit, en er nokkuð viss um að ég hef ekki notað orðið orðagjálfur, enda neikvætt orð og ekki fallið til að hrósa. Ég hef semsagt oft hrósað þér, Ylfa mín, fyrir orðgnótt og litríkar frásagnir :) og þú sérð að aðrir taka undir það.

Hlakka til að lesa lengri útgáfuna af nærbuxnaævintýrinu. Hvernig farið þið að í bílamálum? (Ég ætlaði að segja "svona bíllaus", en þið eruð auðvitað langt frá því að vera bíllaus).

tóta (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:56

9 identicon

Ég samhryggist vegna hvolpaláts, kvefs og bíleyðingar.

En spyr líka: Hver átti nærubuxurnar, og, voru þær hreinar?

(Ég held ég hafi síðast spurt einhvers þegar þú sagðist einhverntíma hafa VERIÐ Í nærbuxum. Hef greinilega alveg pervertískan áhuga á nærbuxnamálum heimilis þíns.)

Sigga Lára (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband